top of page

Um Þórhall Kristjánsson

Hjólreiðar hafa verið áhugamál hjá mér síðan 1992, þegar ég keypti mér fyrst fjallahjól með það fyrir augum að ferðast um landið. Síðan þá hefur þetta undið upp á sig, t.d. með keppnum bæði á fjall- og götuhjólum, hjólaferðum erlendis eða nánast öllu því sem hjólasportið hefur upp á að bjóða. Hjólaflotinn minn samanstendur af „touring-hjóli“, full dempuðu- og „hardtail-hjóli“ og götuhjóli.

 

Í upphafi 10. áratugarins voru sárafáir að fást við viðgerðir og viðhald reiðhjóla sem gerði það að verkum að ég fann mig knúinn til að finna út úr því sjálfur sem aflaga fór. Þá var ekkert Internet að sækja upplýsingar en ég var áskrifandi að tímaritinu Mountain Bike Action, þaðan sem ég hafði mest alla mína þekkingu. Smátt og smátt bætti ég við verkfærum og visku í gegnum árin með allskonar grúski og fikti.

 

IMG_7161.jpg
blaalonsthrautin_2014.png
sprengisandur_1997.png
wow_cyclothon_2015.png

Haustið 2019 fór ég svo til Englands í nám í reiðjólaviðgerðum. Skólinn sem ég sótti þar heitir Cycle Systems Academy og það kom skemmtilega á óvart hversu yfirgripsmikið námið var. Meðal annars var farið yfir dempara, gjarðasmíði, vökvabremsur og bæði rafdrifin drifbúnað og hefðbundin, svo fátt sé nefnt.

https://www.cycle-systems.co.uk/

Núna hef ég komið mér upp litlu en vel búnu verkstæði í bílskúrnum mínum að Laugargötu. Ég á til helstu varahluti, svo sem víra, barka, keðjur, bremsuklossa, „bartape“ og sitt hvað fleira. Ég býð að auki upp á að aðstoða viðskiptavini við að panta það sem kann að vanta umfram mínar lagerbirgðir. Þessi umsýsla kostar kr. 8.600-.

 

Klukkustund á verkstæði kostar 8.600,- Hraðþjónusta kostar 14.990,-.

Myndir frá Cycle Systems Academy

bottom of page